Ávinningur þess að borða reglulega kvöldmáltíð með börnunum

Rannsóknir benda til þess að það sé gott fyrir börn og unglinga að borða reglulega kvöldverð með foreldrum sínum. Ávinningur þess að borða kvöldmáltíð með unglingum að minnsta kosti þrisvar í viku er talinn vera mikill. Hér eru nokkur atriði sem voru talin upp:

Unglingar sem borða kvöldmáltíð með foreldrum sínum að minnsta kosti þrisvar í viku

Eru ólíklegri til að vera í yfirþyngd
Eru líklegri til að borða hollari mat
Eru líklegri til að standa sig betur í skóla
Eru líklegri til að eiga í nánu sambandi við foreldra sína
Eru ólíklegri til að leiðast út í áfengis og eiturlyfjaneyslu
Eru ólíklegri til að sýna áhættuhegðun
Eru líklegri til að vera í kjörþyngd

Það má eflaust deila um þetta eins og allt annað en maður tapar líklega ekki á því að setjast niður á kvöldin með börnunum ef maður mögulega getur og borða með þeim kvöldmatinn. Margir minnast eflaust matartímanna með fjölskyldunni með bros á vör en það er oft tíminn til að setjast niður eftir annasaman dag og ræða annir dagsins.

SHARE