Avocado engin venjulegur ávöxtur

Fjöldi fólks um allan heim veit að avocado hefur einstakt bragð og margir einfaldlega elska það. En það eru ekki allir meðvitaðir um hversu hollur þessi ávöxtur er og hvað hann hefur góð áhrif á almennt heilsufar auk þess sem fólk sem borðar reglulega avocado er með lægri þyngdarstuðul en aðrir. Rannsóknir hafa sýnt fram á ágæti þessa ávöxts.

Hér að neðan koma 10 ástæður sem ættu að fá þig til að auka neyslu á avocado.

Heilbrigð fita:

Eins og fram kemur í endalaust mörgum greinum á netinu er avocado stútfullt af góðri einómettaðri fitu sem hefur heilmikil áhrif á heilsuna okkar, auk þess sem þessar fitur draga úr líkum á heilablóðfalli, hjartaáfalli og of háu kólesteroli.

Þyngdartap:

Rannsókn hefur sýnt fram á að með neyslu avocados dregur úr óþarfa narti og sælgætisþörf minnkar, svo er avocado mjög mettandi.

Blóðþrýstingur:

Avocado hefur góð áhrif á blóðþrýstingin þar sem það er fullt af hollri fitu en Hjartasamtök bandaríkjana mæla með því að draga úr annarskonar fitu, þar sem avocado veitir næga fitu.

Kólesterol:

Þriðji hver Ameríkani þjáist af of háu kólesteroli sem eykur hættuna á hjarta og æðasjúkdómum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að avocado dregur úr vondu kólestroli og getur því hjálpað verulega til í þeirri barráttu.

Hátt næringargildi:

Hvert avocado inniheldur yfir 20 vítamín og steinefni og best þykir að fá þau efni úr fæðunni. Í einum skammti af avocado er að finna  28% pantótensýru, 33 % af c-vítamíni, 28 % af kalíum, 21 % af E-vítamíni og 41 % af fólíati, 26 % af B6, 19 % af kopar og 53 % af K-vítamíni.

Eykur upptöku næringaefna:

Auk þess að vera stútfullt af vítamínum og steinefnum sem líkamin þarf á að halda þá hefur avocado þann eiginleika að auka upptöku næringarefna úr ávöxtum og öðrum matvælum.

Forvörn gegn sykursýki:

Rannsókn sem gerð var sýndi að þeir sem fengu 1/2 avocado með hádegismatnum gátu borðað kolvetni án þess að hækka blóðsykurinn og það gefur vísbendingar um forvarnagildi ávöxtsins.

Sjón:

Eftir því sem við eldumst á sjónin til að daprast en rannsóknir hafa sýnt að avocado inniheldur tvö meginefni  lútín og zeaxantín sem styrkja sjón og draga úr því að sjónin minnki.

Meðganga barns:

Rannsóknir sýna að neysla á avocado á meðgöngu er mjög mikilvæg fyrir móður og barn, þar sem avocado býr yfir þeim vítamínum og steinefnum sem fóstrið þarf til að þroskast eðlilega og styður móðurina til heilbrigðis.

Beinheilsa:

Eins og áður var getið er þetta ótrúlegur ávöxtur hlaðinn af kopar, fólíati, K-vítamín og öðrum næringarefnum, sem öll við reglulega neyslu hjálpa til við að byggja upp og viðhalda sterkum beinum.

 

Nú er bara að auka neyslu á avocado og bæta heilsuna, ég elska avocado.

Heimild:  organichomeremedies.com

SHARE