Avocadojógúrt með jarðarberjasósu

Þessi jógúrt er meinholl og alveg dásamlega ljúffeng. Uppskrift er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargarsem ég mæli eindregið með því að þú kíkir á. Eins skaltu fylgjast með Tinnu á Facebook – hún er alltaf að framkvæma einhverja galdra í eldhúsinu.

Sjá einnig: Grænmetisbuff með gulrótum og jógúrtsósu – Uppskrift

IMG_4004

Jógúrt

1/2 avocado

3 msk grísk jógúrt

  • Maukið avocado og gríska jógúrt í matvinnsluvél eða blandara þar til jógúrtin verður silkimjúk og kekkjalaus.
  • Mér þykir best að nota gríska jógúrt en hægt er að setja venjulega hreina jógúrt í staðinn eða jafnvel sleppa henni alveg.

Jarðarberjasósa

6-7 frosin jarðarber

1-2 tsk hunang

  • Afþíðið jarðarber og sjóðið í potti með hunangi. Ég er svo mikill sælkeri að ég set 2 tsk af hunangi í mína jarðarberjasósu.
  • Fyrir þá sem vilja algjörlega sleppa sykri er gott að setja nokkra steviudropa í staðinn.
  • Setjið avocadojógúrt og jarðarberjasósu lagskipt í skál eða krukku og stráið múslí eða muldum hnetum yfir.
SHARE