Bað Bruce Jenner að fela brjóstin fyrir barnabörnunum

Svo virðist vera að Kris Jenner sé ekki beint ánægð með það að fyrrum eiginmaður hennar, Bruce, sé kominn með brjóst. RadarOnline segir frá því að nýlega hafi Kris beðið Bruce að láta börnin hennar Kourtney ekki sjá brjóstin þegar þau kæmu í heimsókn.

Sjá einnig: Bruce Jenner stígur loksins fram og tjáir sig um meinta kynleiðréttingu

„Það var mikið drama,“ segir heimildarmaður Radar. „Kris bað Bruce að vera í víðum bol og sagðist ekki vilja rugla krakkana í ríminu með því að afi væri kominn með brjóst. Bruce gerði það og krakkarnir tóku ekki eftir neinu.“

Kylie Jenner
Kylie Jenner

Kylie Jenner er ekki enn búin að hitta pabba sinn eftir að hann fór í þessa brjóstastækkun: „Hún segist alltaf ætla að koma en kemur svo aldrei og lætur ekki einu sinni vita að hún ætli ekki að koma,“ segir þessi heimildarmaður.

Sjá einnig: Bruce Jenner kominn með brjóst

SHARE