Bað kærustunnar í myndaklefa og tók upp á myndband

Hér má sjá lukkulega parið Kevin Moran og Molly McGinnis. Þau hafa verið saman í sjö ár en á sambandsafmælinu bauð Kevin grunlausri Molly að festa augnablikið á filmu í myndaklefa.

Þegar myndavélin byrjaði að smella af, dró Kevin upp trúlofunarhring og bað Mollyar – henni að óvörum – en samhliða atburðarásinni sjálfri, smellti myndavélin af í gríð og erg og myndbandinu var sjónvarpað á netið.

Auðvitað var myndbandinu þó ekki sjónvarpað um gjörvallt netið í beinni útsendingu, þvert á móti fékk parið sérstakan kóða sem þau gátu slegið inn á vefsíðu myndaklefans til að sækja myndbandið og hlaða því niður.

Moran deildi svo myndbandinu á Reddit þar sem hann sagði einnig að þau Molly hefðu verið kærustupar frá því í gagnfræðaskóla.

Yndislegt!

Tengdar greinar:

Klappstýru komið dásamlega á óvart

Jólalegt bónorð

Þvílíkt bónorð – Fær þig til að tárast – Myndband

SHARE