Baða hvort annað í ástarjátningum

Þau eru byrjuð saman aftur! Það er ekki komin vika síðan að Justin Bieber og Selena Gomez byrjuðu saman aftur og þau geta ekki séð augun hvort af öðru.

Samband Justin Bieber (20) og Selena Gomez (22) hefur verið mikið í eldlínunni og það virðast allir vilja vita hvort þau séu saman eða ekki. Þau eru sumsé saman í dag og virðist ástin blómstra sem aldrei fyrr hjá þessum turtildúfum.

 Parið hefur verið saman síðustu vikuna, dag og nótt og eru farin að segja „Ég elska þig“ mjög reglulega við hvort annað og tala um sig sem par. Þau voru saman alla helgina og Justin birti myndband af sér (og eyddi svo út) þar sem þau voru í göngu saman. Justin var syngjandi og dansandi og Selena horfði á. Síðar birti hann svo myndband af sér vera að syngja ástarlag til Selena. 

Justin er í skýjunum að vera búinn að endurheimta ástina í lífi sínu. Heimildarmenn HollywoodLife sögðu þetta: „Hann sagði henni að hún væri sú eina rétta fyrir hann, sálufélagi hans og hann gæti ekki lifað án hennar.“

 

SHARE