Baddie Winkle (86) er með 230.000 fylgjendur á Instagram – Myndir

Hún er 86 ára gömul, hefur unnið hug og hjörtu notenda á Instagram, leikur sér á Twitter eins og ungabarn og hlær upp í opið geðið á elli kerlingu. Baddie Winkle er ekki bara gömul kona. Hún er stórkostleg gömul kona. Og hún er furðu sleip á samskiptamiðla, tekur sig vel út í baðstrandarklæðum og er hrikalega fyndin í ofanálag.

 

Baddie Winkle er fræg í netheimum fyrir fjörlega framkomu sína og heimspressan dáir hina 86 ára gömlu fegurðardís sem hefur skorað ellina á hólm og lætur ekkert stöðva sig: 

[new_line]

[new_line]

En að er ekki allt. Baddie Winkle, eins og hún kallar sig á netinu, er með ágætt auga fyrir hátísku – staðhæfir á Instagram að hún hafi „ástundað eiginmannastuld allt frá árinu 1928 og hefur með hárbeittu skopskyni sínu sýnt heimsbyggðinni svo um munar að aldur er afstæður, að tölur eru bara merkimiðar og að lífshamingjan er undir okkur sjálfum komin.

Hér bregður hún sér í líki kunnuglegrar kynbombu og lætur fleyg orð falla (en hún á hér við sjálfa Marilyn Monroe):

 

you thought i died in 1962 but i was only in hiding mr. president

[new_line]

Baddie, sem er ávallt með næman puttann á púlsinum heldur mikið upp á Lönu Del Rey og er ófeimin við að útvarpa því:

 

[new_line]

Hún er yndisleg, hefur fyrir löngu ratað inn á slúðurmiðlana og neitar með öllu að leggja hendur í skaut, gefa sig aldrinum og útlitsdýrkun nútímans á vald og láta sem öll sund séu lokuð þrátt fyrir að vera komin hátt á níræðisaldur. Hér má sjá skemmtilega samsetta myndstiklu sem lýsir Baddie Winkle með ágætum:   [youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”XuSh9HFrIyU”]   Baddie Wiggle er alvöru kona með blátt blóð í æðum, hikar ekki við að stíga dansspor á götum úti og heldur úti Vine síðu:  

[new_line]


[new_line]

Yndisleg gömul kona, sem hefur skorað gráan hversdagsleikann á hólm með húmorinn að vopni. Sjálfstæður eldri borgari sem fetar ótroðnar slóðir, þorir meðan aðrir þegja og heldur úti sínum samskiptamiðlum sjálf.

Við gefum Baddie Wiggle síðasta orðið ….

[new_line]

SHARE