Ballettauglýsing gerir allt BRJÁLAÐ: Myndband

Stúlkan sem má sjá í myndbandinu hér að neðan, sem stígur ballettspor sem ætla mætti að séu saklaus og í raun fagleg í fyrstu hefur “sett dansheiminn á annan endann” með frammistöðu sinni í nýútkominni auglýsingu á vegum Free People.

Svo andstyggileg hafa ummælin verið að “rétttrúnaðarfólk” innan dansheimsins hefur leyft sér að nota hugtök á borð við “móðgandi frammistöðu” – “of sársaukafulla til að horfa á til enda” og “vandræðalega”.

 

Hér er örlítið sýnishorn af viðbrögðum dansara sem tístu vegna málsins: 

ballett3 ballett4

 

 

Stúlkan sem leikur í auglýsingunni, er samkvæmt þeim sem risið hafa upp “hvorki hæfur né þjálfaður dansari” og “alls ekki til þess fallin að auglýsa ballettfatnað” – en þó stúlkan í auglýsingunni hér að neðan staðhæfi að hún hafi “dansað frá þriggja ára aldri” hafa netmiðlar logað yfir tækninni sjálfri; ökklar hennar snúa ekki rétt, hún er með veika líkamsstöðu og snúna fætur.

 

Engin orð virðast nægjanlega sterk til að lýsa hneysklan bandaríska dansheimsins: 

 

 

ballett 1 ballett2

 

Engum sögum fer af viðbrögðum ungu stúlkunnar sem leikur í látlausri og léttlyndri auglýsingunni sem má sjá hér að neðan, en tilgangurinn var sá að auglýsa nýja línu Free People, sem selur æfingafatnað fyrir íþróttafólk og atvinnudansara.

 

Hér má sjá auglýsinguna sem gerði allt BRJÁLAÐ í dansheiminum nú fyrir skömmu:

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”Ait1hWgXVGo”]

 

SHARE