Bananasplit í glasi með salthnetum og rjóma

Þetta bananasplit er ægilega gott og er tilvalið á hvaða veisluborð sem er. Uppskriftin er ein af dásamlegu uppfritum sem finna má á  Freistingar Thelmu.

Bananasplit í glasi með salthnetum og rjóma

Innihald

100 g hafrakex

100 g salthnetur

3 msk hnetusmjör, kúfaðar

500 g bananaskyr

200 g skyr með bananasplitti

¼ lítri rjómi

Toppur

¼ lítri rjómi

100 g Pipp með bananafyllingu

4 msk rjómi

Salthnetur

Aðferð

Setjið hafrakex, salthnetur og hnetusmjör í matvinnsluvél og hakkið gróflega. Setjið 2 msk í hvert glas fyrir sig og þrýstið því niður með skeið. Setjið skyr með bananasplitti í poka og sprautið í glösin, u.þ.b. 1-2 cm þykkt. Þeytið ¼ lítra rjóma og hrærið saman við bananaskyrið. Setjið því næst bananaskyrið í sprautupoka og sprautið jafnt í glösin. Bræðið Pipp með bananafyllingu yfir vatnsbaði ásamt 4 msk af rjóma, hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg og kælið örlítið. Þeytið rjóma og sprautið ofan í hvert glas fyrir sig, setjið 1-2 msk af bræddu súkkulaði og skreytið með salthnetum. Geymið í kæli þar til borið er fram.

Freistingar Thelmu á Facebook

SHARE