Orðrómurinn segir að það þýði ekkert nema ef til vill fyrir þá allra hraustustu að reyna að standa á móti mígreni þegar það leggst á fólk. En það gæti tekist hjá þér með vissum ráðum að slá eitthvað á verkina, áður en þeir ná yfirhöndinni. Það hafa ekki allir gagn af öllu sem hér fer á eftir en þið ættuð samt að prófa þessar tillögur sem gætu hjálpað ykkur svo að þið sleppið við höfuðverkinn eða getið slegið á hann ef hann er kominn.
No. 1: Haltu dagbók um höfuðverkina.
Skráðu hjá þér hvernig höfuðverkurinn hagar sér, hvað hann varir lengi, hvað hann er slæmur, hvað þú varst að gera áður en verkurinn byrjaði og hvað þú gerðir til að létta á verkjunum. Þessar upplýsingar geta hjálpað bæði lækninum og þér til að finna út hvað kemur verkjunum af stað. Vissar fæðutegundir, streita, tíðahringurinn, skært ljós, ilmvatn og jafnvel veðrabreytingar gæti allt valdið höfuðverk. Ef þú áttar þig á hvað gæti verið að valda höfuðverkjunum geturðu reynt að forðast þá þætti sem gera það. Ef maður skráir ekki hjá sér hvernig höfuðverkurinn hagar sér getur farið fram hjá manni hvað kemur honum af stað. Ef til vill er það ekki eitthvað eitt, það geta verið margir samverkandi þættir.
No. 2: Fylgstu með mataræðinu.
Fólk segir oft að ákveðinn matur valdi höfuðverk. Satt að segja hafa svo margar tegundir verið nefndar að væri erfitt að setja saman venjulegt mataræði ef tekið væri tillit til alls þessa. En það væri skynsamlegt að sleppa mat sem flestir sem þjást af höfuðverkjum telja skaðlegan fyrir sig. Hér er átt við rauðvín, unna kjötvöru og allt annað sem inniheldur saltpétur og mat sem MSG hefur verið sett í.
No. 3: Passaðu að fá nóg af magnesíum.
Vitað er að magnesíum dregur úr líkum á því að fólk fái höfuðverk. Best er að reyna að fá efnið úr matnum þó að það geri líka gagn að fá efnið í pilluformi. Það er t.d. hægt að byrja á því að skipta hvítu hveiti út fyrir heilhveit. Græn lauf hverskonar og hnetur eru líka auðug af magnesíum. Þó geta hnetur valdið sumu fólki höfuðverk.
No. 4: Borðaðu reglulega.
Það er mjög mikilvægt að borða reglulega og sleppa ekki máltíðum. Heilinn þarf tvenns konar efni: súrefni og sykrur, umbreyttar úr matnum sem maður neytir. Ef sykrurnar eru í lágmarki í heilanum getur það komið höfuðverk af stað. Sumum hjálpar að fá sér ávaxtabita fyrir svefninn og vakna þeir þá síður með höfuðverk að morgni.
No. 5: Farðu sparlega með kaffi, alkóhól og tóbak.
Kaffi er mjög slæmt fyrir marga sem þjást af höðuðverk. Alkóhól, einkum rauðvín og dökkir líkjörar koma höfuðverkjum af stað hjá mörgum. Tóbak getur sömuleiðis gert það eins og líka óbeinar reykingar.
No. 6: Komdu þér upp góðum svefnvenjum.
Það gæti hjálpað þér ef þú bregður ekki út af svefnvananum um helgar. Mörgum reynist mjög vel að fara í rúmið og á fætur alltaf á sama tíma. Við erum að fást við miðtaugakerfið sem er afa viðkvæmt og haða breytingar sem er, á líkamanum sjálfum eða í umhverfi okkar geta breytt líðan okkar.
No. 7: Æfðu reglulega.
Hugsunin er sú að bæta endorfín framleiðslu heilans. Endorfín er efni sem slær á sársauka. Þú þarft að æfa a.m. k. 20-30 mín. daglega. Það er gott að ganga hressilega eða gera æfingar.
No. 8: Reyndu að ráða við streituna.
Það er hægt að nota ýmsar aðferðir, allt frá nuddi til jóga og bættrar líkamsvitundar. Aðalmálið fyrir hvern og einn er að finna eitthvað sem virkar fyrir hann og er ekki flókið. Stundum þarf maður bara svolítinn tíma fyrir sjálfan sig. Lestu bók, farðu í göngutúr og ef þér finnst gaman að fara í búðir skaltu endilega gera það.
No. 9: Reyndu acupressure ( að þrýsta á vissa punkta á líkamanum).
Acupressure er hefðbundin kínversk lækningaraðferð byggð á sömu hugmyndafræði og nálastungur. Aðferðin felst í því að þrýsta mjúklega á ýmsa punkta á líkamanum og þetta geta allir gert sjálfir. Maður þarf að prófa sig áfram til að finna út hvort þetta hjálpar. Ef þú finnur að höfuðverkurinn er að byrja ættirðu að fá þér ibúfen og reyna að þrýsta á punktana. Þetta útilokar ekki hvort annað. ( það er ágætt að leita sér upplýsinga um punktana með því að googla acupressure )
No. 10: Fáðu þér kaldan bakstur.
Kaldur bakstur getur virkað eins og deyfilyf. Fáið ykkur kalt á ennið, það þarf ekki að vera eitthvað flókið, gæti þess vegna verið pakki af frosnu grænmeti vafið innan í handklæði.