Barneignir eða hjónaband? – Hvort hræðir þig meira?

Ég hef tekið eftir því í gegnum árin, og nota bene ég hef aldrei verið gift, að margir hverjir hræðast hjónaband eins og heitan eldinn en eiga svo börn með hinum og þessum án þess að hika. Þetta finnst mér svolítið áhugavert því að ef þú eignast barn með einhverjum þá ertu tengdur þeirri manneskju það sem eftir er jafnvel þó að þið séuð ekki saman lengur og jafnvel fílið hvort annað ekkert rosalega vel lengur.

Ef allt er eðlilegt og samskiptin nokkuð góð eftir skilnaðinn þá eru allar líkur á því að þið verðið í stöðugum samskiptum meðan barnið er lítið, þið verðið bæði boðin á viðburði tengda leikskólanum og skólanum, t.d. helgileiki, sumarhátíðir, útskriftir úr leikskólum, sýningar, foreldrafundi og einkunnaafhendingar. Svo þegar barnið er orðið eldra bætast við íþróttaviðburðir,  stórafmæli, fermingar, útskriftir, brúðkaup og fleira. Foreldrar þurfa líka að hafa samskipti upp á allskonar hittinga, þegar barnið er að fara á milli foreldra og hitta vini og fleira.

Segjum sem svo að þið sem voruð svo ástfangin ákváðuð að taka skrefið að ganga í hjónaband. Jú það fór mikill peningur í þetta allt saman og mikill undirbúningur en þetta var heljarinnar partý. Svo eftir einhvern tíma þá eruð þið ekki ástfangin lengur og þá er það bara skilnaður, pappírsvinna og leiðindi, EN svo er það bara búið! Þú getur meira að segja eytt viðkomandi útaf Facebook og útúr símanum þínum. Done Deal!

Bara smá vangaveltur frá mér, ég er alls ekki að hvetja fólk til að gifta sig eða gifta sig ekki, eignast börn eða eignast ekki börn.

 

Góðar stundir.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here