Basil pestó kjúklingaréttur

Þessi réttur er afar einfaldur, fljótlegur og virkilega góður. Gott er að bera fram með réttinum hrísgrjón, hvítlauksbrauð og ferskt salat. Þessi réttur kemur vitaskuld frá Matarlyst á Facebook.

Uppskrift er fyrir 4-5.

Hráefni 4-5 kjúklingabringur
1 krukka scala basil pestó
1 krukka fetaostur
250 ml rjómi
1½ dl hlynsýróp
Salt og pipar
3 msk olía

Aðferð
Hitið ofninn i 190 gráður og blástur. Skerið kjúklingabringur í bita, kryddið með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu lokið kjúklingnum á öllum hliðum, leggið í eldfast form. Blandið pestói, hlynsýrópi og rjóma saman, veiðið fetaost upp úr krukkunni bætið honum út í blandið saman og hellið yfir kjúklinginn. Setjið inn í heitan ofninn eldið í 30-40 mín eða þar til hann er fulleldaður.

Meðlæti: Hrísgrjón, ferskt salat og t.d hvítlauksbrauð.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here