Bauð starfsmanni að fróa sér með sokk á limnum

Forstjóri fyrirtækisins American Apparel sem framleiðir og hannar einföld föt var rekinn á dögunum vegna ósæmilegrar hegðunar. Hinn kanadíski Dov Charney stofnaði fyrirtækið árið 1989 og hefur gengt stöðu forstjóra þangað til hann var látinn fara í síðustu viku.

Árið 2004 birti tímaritið Jane Magazine grein um Charney þar sem honum er líst sem sérvitrum, kynlífssjúkum stjórnanda og í kjölfarið hrönnuðust upp mál þar sem hann var sakaður um ósæmilega árreitni. Það var góð og gild ástæða fyrir þessum yfirlýsingum þar sem Charney rúnkaði sér fyrir framan starfsmann og fréttamanni Jane Magazine átta sinnum eða oftar. Þessu neitaði ekki einu sinni Charney heldur sagði  hann að þetta atvik hafi verið með samþykki beggja aðila og kæmi ekki fyrrum ákærum um kynferðislegt áreitni við.

Starfsmaður fyrirtækisins lýsti því yfir að allt að 7 starfsmenn innan fyrirtækisins hefðu sakað hann um kynferðislega áreitni þar sem öll málin fóru fyrir dómara eða voru látin niður falla.
Einn ákæran kom til eftir að Charney hélt fund þar sem hann sat með sokk á limnum sínum og bauð starfsmanni að rúnka sér en þegar starfsmaðurinn neitaði var hann rekinn.

Margir eru undrandi yfir því hversu langan tíma það tók að reka hann vegna þess í hve langan tíma hann hafði sýnt af sér ósæmilega hegðun. Charney hefur viðurkennt það að nota mikið orð líkt og hóra og píka í vinnunni en reyndi svo að réttlæta þau orð með því að segjast elska hórur.

„There are some us that love sluts… It could be also an endearing term.“

Sagan endar ekki þarna því hann var aftur lögsóttur af þremur konum sem höfðu áður höfðu lögsótt hann fyrir kynferðislega áreitni. Ein þeirra sagði að hún hafi mætt heim til Charney til að ræða módel möguleika en það endaði með því að hann afklæddi hana og reyndi að sofa hjá henni. Hann hefndi sín síðan með því að birta nektarmyndir af þeim á internetinu.

Opinber ástæða fyrir brottrekstri Dov Charney er sögð vera vegna framferði hans gagnvart konum sem kemur nú fæstum á óvart.

o-DOV-APRES-SKI-570

 

 

SHARE