Beckham fjölskyldan er komin í jólafrí – Myndir

Öll heila Beckham fjölskyldan kom í fyrradag á LAX flugvöllinn í Los Angeles til þess að taka flug til London. Victoria gekk með þeim Romeo og Cruz inn og David hélt á Harper litlu og Brooklyn var fast á hæla honum.

Þau hafa í nógu að snúast og byrjuðu á því í gærmorgun að fara í góðgerðarheimsókn á Great Ormond Street barnaspítalan ásamt föður Victoriu, Anthony.

Beckham fjölskyldan hefur ekki eytt miklum tíma í Englandi síðustu ár en þau ætla að eyða jólunum þar þetta árið og svo virðist vera að þau ætli að fara að kaupa sér hús þarna því það sást til Victoriu skoða hús í seinasta mánuði. David tilkynnti það líka nýlega að hann væri að yfirgefa LA Galaxy.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here