Það er óhætt að segja að allt sé nú til í þessari veröld en fyrirtækið Edible Anus er í Englandi og hefur verið starfandi frá því 2004. Þeir framleiða súkkulaði sem lítur út eins og endaþarmsop. Já, endaþarmsop!

Þeir pakka súkkulaði sínu í flottar og fínar umbúðir og þetta lítur allt saman vel út nema að súkkulaðið er eins og endaþarmsop.

Á Facebook síðu sinni skrifa þeir: „Fyrir okkur er það að búa til súkkulaði ákveðið listform og þess vegna gerum við bara handgert súkkulaði í hæsta gæðaflokki. Við trúum því líka að með því að búa til súkkulaði sem er eins og endaþarmsop þá erum við að höfða til allra hópa fólks af hvaða kyni, kynþætti, stétt og stöðu sem er. Verið með okkur í þessu, dreifið gleðinni og kennum heiminum að ELSKA ENDAÞARMSOP.“

SHARE