Bella Hadid situr fyrir hjá Dior

Fyrirsætan Bella Hadid er andlit nýrrar herferðar Dior Beauty fyrir Diorshow maskarann sem kynnt var á dögunum. Hún kveðst vera stolt af þessari herferð enda hafi hún alltaf dáðst að vörumerkinu.

Sjá einnig: Finnst Selena hafa stungið sig í bakið

Bella, sem er tvítug, segir að draumur sinn hafi ræst þegar hún var útnefnd andlit Dior. „Þetta er brjálæður heiður fyrir mig … mig hefur dreymt um þetta augnablik síðan ég var krakki. Ég er enn í sjokki!“ segir hún.

Hún hefur haft í nógu að snúast síðasta mánuðinn og komið fram á sýningum Alexander Wang, Prabal Gurung og Moschino. Á næstunni hyggst hún kynna til leiks fyrstu tískulínu sína.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE