Ben og Jennifer dugleg að mæta til kirkju

Ben Affleck og Jennifer Garner gengu nýverið frá lögskilnaði sínum eftir 13 ára hjónaband. Eins og við höfum sagt ykkur frá hefur Ben átt í miklum erfiðleikum með drykkju og farið nokkrar meðferðir.

Nú virðist allt vera á góðri leið hjá Ben og Jennifer sem eiga þrjú börn saman. Þau fara reglulega í kirkju á sunnudögum í Brentwood og mætti Ben með Samuel son þeirra í gær til messu. Þegar Ben mætti kom hann inn við bakdyr kirkjunnar og var þar auðvitað hópur blaðamanna til að taka á móti honum.

Jennifer er í sambandi með viðskiptajöfrinum John Miller en Ben er einhleypur eins og stendur.

 

 

SHARE