Ben veit ekkert hvar hann stendur

Ben Affleck er orðin óþreyjufullur að fá að vita hvort eiginkona hans, Jennifer, sé að fara að skilja við hann eða ekki. „Mörgum finnst Jennifer vera að leika sér að tilfinningum Ben og stjórna honum með því að halda honum í tilfinningalegri óvissu,“ segir heimildarmaður RadarOnline. Þau skildu að borði og sæng fyrir rúmu ári síðan eftir að fréttir eftir að sögur voru um að Ben hefði verið henni ótrúr.

Sjá einnig: Finnst Ben Affleck vera með bumbu og brjóst

„Alltaf þegar Ben heldur að þau séu að fara að taka saman aftur kemur Jennifer í viðtal eða sendir frá sér yfirlýsingu þess efnis að þau séu ekki að taka saman aftur,“ segir þessi heimildarmaður. „Ben veit ekkert hvar hann stendur gagnvart henni.“

 

SHARE