Benedict Cumberbatch tekur Beyoncé eftirhermu í myndveri

Það er ekkert einfalt að ganga eins og poppstjarna á sviði. En sjálfur Sherlock Holmes (Benedict Cumberbatch) virðist hafa taktana algerlega á hreinu. Með smávægilegri aðstoð, það er að segja.

Þetta og fleira til gerðist í spjallþættinum The Graham Norton Show þegar uppistandarinn Miranda Hart hafði lagt línurnar á gólfinu og í kjölfarið stóð Benedict á fætur, krosslagði fætur á gólfinu og tók nokkur létt spor.

Já, það er ekki jafn einfalt að ganga með glæsibrag og virðist í fyrstu?

 

SHARE