Berst fyrir því að halda bandinu saman

Samstarf drengjanna í One Direction gæti staðið á brauðfótum ef marka má frétt á HollywoodLife.com. Harry Styles er ekki á því að láta þetta gerist og gerir hvað sem er til þess að halda strákunum saman.

Sjá einnig: One Direction með nýjan ilm bara fyrir stelpur – Myndband

One Direction debut fragrance 'One Moment'.The Gherkin, London.

Síðastliðnir mánuðir hafa verið erfiðir fyrir drengina í One Direction og hefur verið rætt um að hætta með hljómsveitina. Harry Styles (21) hefur verið kletturinn fyrir alla hina drengina. Zayn Malik (22) er sagður hafa haldið framhjá kærustunni sinni um daginn og þess vegna ekki verið með á öllum tónleikum sveitarinnar í heimsferð þeirra. Louis Tomlinson (23) og Eleanor Calder voru líka nýlega að hætta saman og hefur Louis tekið því mjög illa en Harry hlustar á „bræður“ sína í hljómsveitinni og leyfir þeim að létta á hjarta sínu.

Sjá einnig: Stúlknahljómsveitin Spice Girls út 20 árum seinna – Myndir

„Harry beitir allri sinni orku í að stuðla að velgengni One Direction. Hann er alltaf að semja lög og spjallar um tónlistina við strákana,“ segir heimildarmaður HollywoodLife.

 

 

 

 

 

SHARE