Giftu 33 pör á Grammy verðlaunahátíðinni – Myndband

Einstakur atburður átti sér stað á Grammy verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gærkvöldi þegar 33 gagnkynhneigð og samkynhneigð pör voru gift á einu bretti. Söng- og leikkonan Queen Latifah framkvæmdi giftingarathöfnina á meðan tvíeykið Macklemore og Ryan Lewis fluttu lagið Same Love með hjálp Mary Lambert og Trombone Shorty. Madonna steig svo á svið eftir hjónavígsluna og söng lagið Open your heart.

Hér má sjá myndband frá atriðinu.

SHARE