Besta og versta kynlífsstellingin að mati kvenna

Við hreinlega elskum að lesa um kynlíf og fræðast um allt sem hægt er að fræðast. Já við sögðum það! Það er fátt eðlilegra og náttúrulegra en að njóta kynlífs, hvort sem það er með eiginmanni, kærasta eða bólfélaga. Ef það er ekki gott og gaman, þá þarf að breyta einhverju.

Við rákumst á þessa grein á YourTango og fannst hún einfaldlega of góð til að deila henni ekki með ykkur. Í greininni eru 13 konur spurðar um bestu og verstu kynlífsstellinguna að þeirra mati.

Það vekur furðu margra að eftir að spyrja þessar 13 konur kom í ljós að trúboðastellingin var sú vinsælasta.

Ótrúlegt en satt er mín uppáhalds kynlífsstelling trúboðinn. Mér finnst ég tengjast hinum aðilanum best ef ég get horft framan i hann, komið við andlitið á honum og haldið utan um hann. Ég kann alveg að meta fleiri stellingar en þessi er mín uppáhalds

 • Colleen, 30 ára

 

Ég veit ég hljóma eins og letingi en ég er mest hrifin af trúboðastellingunni. Ég nýt þess að liggja bara og láta hann sjá um alla vinnuna. Ég er ekki einu sinni að grínast.

 • Elizabeth, 31 árs

Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi stellinga sem krefjast þess að ég sé með fæturnar á öxlunum á honum. Það truflar mig að vera í stellingum sem láta mig ekki líta vel út. Mér líður best í stellingum eins og „hundastellingunni“ en uppáhaldsstellingarnar mínar eru þegar ég er ofan á og trúboðastellingin

 • Natalie, 25 ára

Trúboðastellingin er best því þá get ég leyft mér að vera löt. Oft þegar ég er að stunda kynlíf í trúboðastellingu hugsa ég um það að John F. Kennedy sagði við sína bólfélaga að þær þyrftu að vera ofan á því hann væri slæmur í bakinu. Mig grunar að hann hafi verið að ljúga. Engu að síður hugsa ég, þegar ég er undir, „Ég kýs að vera undir, eins og JFK.“ Það er æðislegt. Allt sem krefst engrar hreyfingar er geggjað.

 • Ellen, 27 ára

 

 Sumar vilja líka hundastellinguna

Vanalega er ég of löt til að vera meira en 4 mínútur ofan á. Ég er hrifin af hundastellingunni því þá er minni nánd og stuðningur fyrir hnén. 

 • Amelia, 33 ára

Mér finnst hundastellingin einfaldlega best

 • Melissa, 36 ára

 

69 má eiga sig

F*** 69. Hún er alveg tilgangslaus. Ég get ekki einbeitt mér að því að veita munnmök eða að því að  munnmök. Plús það að ég er mjög lágvaxin svo þeggar er bara vandræðalegt. Þoli ekki 69! Ef ég er bara með knén við eyrun á mér er ég mjög sátt.

 • Sarah, 34 ára

 Ó já, meðan ég man. Það má enginn fara með andlitið nálægt klofinu á mér, nema þeir vilji láta sparka í sig og sjá mig fara í uppnám

 • Colleen, 30 ára

 Ég vissi ekki að fólk væri lengur að nota 69. Hélt það væri bara þegar maður var ungur og komst að því að þetta væri ekkert spes og gerir þetta aldrei aftur 

 •  Jennie, 30 ára

 

Hvað þá með endaþarmsmök?

Neibb. Aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ég er með píku af ástæðu og þangað fer allt „gúddíið“.

 • Jennie, 30 ára

Ég veit að þetta er ekki það sem flestar konur segja við þig, en ég elska endaþarmsmök. Með rétta sleipiefnið og í réttri stellingu, þar sem ég er á bakinu, þá getur þetta verið æðislegt. Aðalmálið er að anda, slaka á og fara hægt. Ég er samt alltaf meira til í venjuleg kynmök.  

 • Kelly, 36 ára

Ég gerði þetta einu sinni og mun aldrei gera þetta aftur. Án þess að fara í of mikil smáatriði þá var þetta …. subbulegt. Ég hafði ekki venjulegar hægðir í langan tíma eftir þetta og fann til í um það bil 2 vikur.

 • Lindsay, 34 ára

Mín skoðun á endaþarmsmökum er svipuð og skoðun mín á hundastellingunni: gaman annað slagið, með réttu manneskjunni en alls ekki alltaf. 

 • Becky, 29 ára

Gæti alveg verið án endaþarmsmaka… en ég er alveg til í að taka minn mann með strap on.  

 • Heather, 27 ára

Ég er samþykk því að stunda endaþarmsmök en ég er mjög, mjög mikið á móti því að vera ofan á. Ég er miklu meira fyrir að vera tekin aftan frá en vil ekki vera ofan á. Ég held að konur séu margar á móti endaþarmsmökum vegna allra ofuræstu karlanna og allra hryllingssagnanna. Það getur verið alveg æðislegt! 

 • Cate, 23 ára

Þar höfum við það! Takk fyrir Yourtango 🙂

SHARE