Besta pasta í heimi ‘ala Ragga

Eins og glöggir lesendur hafa séð gaf mágkona mín hún Ragga mér leyfi til að birta uppskriftir úr litlu bókinni Rögguréttir en þassi bók var góðgerðaverkefni, þar sem allur ágóði rann til Langveikra barna.

Allir sem komu að verkefninu gáfu vinnu sína og var það vinnustaður Röggu sem styrkti verkefnið en Ragga hefur eldað oní starfsfólk Íslenskra aðalverktaka í fjölda ára og starfsfólkið elskar matinn hennar.

Jafnframt vildi Ragga nefna það sérstaklega að þetta verkefni hefði aldrei orðið að veruleika án Auðar.

Hér kemur einn frábær pastaréttur sem gerir alltaf allt vitlaust!

Uppskrift:

Marglitar pastaskrúfur ( magn eftir smakk)
3-4 kjúklingabringur
1 bréf beikon
2 egg
2-3 hvítlausrif
1 peli rjómi

Aðferð:

Sjóða pastaskrúfur samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

Kjúklingabringur fullsteiktar og skornar niður í stóra bita. Setja svo pastaskrúfur og kjúklingin í eldfast mót passa að það sé vel blandað.

Sveppir skornir í bita og steiktir, beikonið steikt og skorið í smá bita. Eggin hrærð og steikt, eggjahræra. Hvítlauksrif söxuð smátt. Öllu þessu er svo blandað saman við kjúkling og pasta í eldfasta mótinu.

Rjómanum hellt yfir og öllu blandað vel saman.

Hitað í ofni við ca 60 gráður í 20 mínútur. Gott að hræra í tvisvar þrisvar á meðan það bakast í ofni.

 

Svo er bara að njóta vel.

Þetta er réttur sem gerir allt vitlaust þegar hann er á boðstólnum.

SHARE