Bette Midler syngur ,,tístin” hennar Kim Kardashian

Stórsöngkonan og leikkonan, Bette Midler, var gestur í þætti Jimmy Kimmel í síðustu viku. Bette, sem selt hefur yfir 30 milljón plötur og unnið til þriggja Grammy-verðlauna, tók sig til og söng hinar ýmsu athugasemdir sem Kim Kardashian hefur látið gossa á Twitter.

34

Það er svolítið spaugilegt að sjá konuna, sem söng Wind Beneath My Wings, syngja fleygar setningar frá Kimmie. Og breyta setningum á borð við “Ugh, I hate falling asleep with my makeup on” í gullfallega tóna.

Tengdar greinar:

Manstu þegar Kim Kardashian reyndi að meika það sem söngkona?

Katy Perry og Kim Kardashian í glimrandi gír á tískuviku í París

Kim Kardashian eins og þú hefur ekki séð hana áður

SHARE