Beyoncé (14) með vafasama hárgreiðslu í hlutverki bakraddasöngkonu

Beyoncé hefur ekki alltaf verið stjörnusöngkona, þó hún hafi ávallt haft ótvíræða hæfileika á sviði sönglistar. Nýverið dúkkaði þannig upp smellur frá níunda áratugnum sem sýnir drottninguna sjálfa í hlutverki bakraddasöngkonu, með vægast sagt vafasama hárgreiðslu og blóm í hárinu.

Sjálf fer Beyoncé ekki í grafgötur með skoðun sína á myndbandinu og stærir sig af þáttökunni forðum daga, en glöggir muna jafnvel eftir laglínunni sem bregður fyrir í laginu Bow Down /I Been On: :

… she was in that Willie D video when I was about fourteen, looking crazy

Þeir sem enn velta því fyrir sér hvað Bey átti við þegar hún söng umræddar línur, geta andað léttar – því hér er það komið. Lagið og myndbandið sem átt var við – ÞETTA er myndbandið sem Bey lék í þegar hún var fjórtán ára – og alveg bandbrjáluð að eigin sögn.

Árið var 1997, Leonardo DiCaprio hafði nýverið leikið í stórmyndinni Titanic, Beyoncé var bara 14 ára bakraddasöngkona og Lil’O … var einn heitasti rapparinn í bransanum. Dæmi hver fyrir sig:

Tengdar greinar:

Beyoncé, Sia og Rolling Stones á lagalista Fifty Shades of Grey

Instagram logar: Beyoncé ólétt af öðru barni?

Strákar að syngja BEYONCÉ lög – Myndband

SHARE