Faðir söngkonunnar Beyonce, Mathew Knowles, mætti í viðtal í útvarpsþætti og  sagði að dóttir sín væri í raun 36 ára en ekki 34 ára. Í mörg ár hefur sá orðrómur verið á kreiki að Beyonce sé eldri heldur en hún haldi fram.

Sjá einnig: Beyonce og Jay-Z njóta lífsins á Ítalíu þrátt fyrir skilnaðarorðróma

Þær upplýsingar sem internetið hefur um söngkonuna segja að Beyonce sé fædd þann 4. september árið 1981. Mathew, sem áður starfaði sem umboðsmaðurinn hennar, sagði að Beyonce væri í alvörunni jafn gömul og Pink sem er 36 ára. Þá skulum við vona að Pink sé ekki líka að ljúga til um aldur sinn.

Sjá einnig: Beyoncé er sjóðandi heit framan á stærsta tölublaði Vogue

Leikkonan Gabrielle Union greindi frá því í viðtali fyrir mörgum árum að hún og Beyonce væru jafngamlar og hefðu verið miklar vinkonur á sínum yngri árum. Það gengur illa upp að þær séu jafngamlar þar sem Gabrielle er 42 ára og Beyonce ekki nema 34 ára.

SHARE