Beyoncé með nýja hárgreiðslu

Söngdívan Beyoncé sást nýverið á gangi við lestarstöðina Gare du Nord Station í London og þótti eftirtektarvert að poppdívan skartar nú örstuttum hártoppi sem heldur betur umturnar lúkkinu.

Með í för voru barnsfaðir hennar Jay-Z og litla stelpan þeirra Blue Ivy en þau höfðu verið á ferðalagi í París, þar sem þau fengu meðal annars einkasýningu á málverkinu Mona Lisa, áður en förinni var heitið til London og á viðburðinn Eurostar.

Söngkonan er nú orðin 32 ára og virðist toppurinn ætla að klæða hana ágætlega. Verandi tískutákn má gera ráð fyrir því að stuttir toppar verði í tísku innan skamms.

Eða hvað finnst ykkur? Er þetta flott?

Heimild: Entertainment Daily

SHARE