Beyoncé og Jay Z þrá að eignast dreng

Það gengur vel hjá Beyonce (37) og Jay Z (49) þessa dagana en þau þrá núna að eignast eitt barn í viðbót.

„Þau eru að taka viðtöl við staðgöngumæður um þessar mundir en þau langar að eignast dreng, því það muni fullkomna fjölskylduna sína,“ segir heimildarmaður RadarOnline.

Sjá einnig: Beyonce sökuð um að vera ósmekkleg

Fyrir eiga Beyoncé og Jay Z dótturina Blue Ivy og 13 mánaða gamla tvíbura, Rumi og Sir, en söngkonan segir að það sé alltaf pláss fyrir fleiri.

Hjónakornin vonast til þess að ljúka árinu 2019 með því að eignast fjórða barnið sitt.

 

SHARE