Beyonce ýtir undir þær sögusagnir um að Jay Z hafi haldið framhjá – Myndband

Ef marka má orð söngkonunnar Beyonce þegar hún söng lagið Resentment á tónleikum í Cincinnati í Ohio á laugardaginn þá er söngkonan að gefa þeim orðrómi um að eiginmaður hennar hafi haldið framhjá henni byr undir báða vængi.

Söngkonan Beyonce og eiginmaður hennar Jay Z hófu túrinn On the Run þann 25. júní í Miami í Flórída en þetta mun vera fyrsti sameiginleg túr þeirra hjóna. Eitthvað hefur þó lagaval Beyonce komið fólki á óvart en margir telja að val hennar laginu Resentment sem fjallar um ástarsorg og framhjáhald hafi ekki verið valið af ástæðulausu. Beyonce breytti örlítið textanum í laginum en upphaflega átti textinn að hljóma svona: „Been ridin´with you for six years. Why did I deserve to be treated this way by you?“

Lagið sem kom út árið 2006 á plötunni B’Day, hljómaði eitthvað í þessa áttina á tónleikunum.

„Been ridin´with you for twelve years. Why did I deserve to be treated this way by you?“

Samband þeirra hjóna hefur þakið flestar síður slúðurblaðanna síðustu misseri eftir að myndband úr öryggismyndavél var lekið á netið. Í myndbandinu má sjá hvernig Solange Knowles systir Beyonce gengur í skrokk á Jay Z og það oftar en einu sinni. Eftir að myndbandinu var lekið gáfu þau þó út yfirlýsingu til að útklá málið en aldrei voru gefnar út neinar upplýsingar um það hvað fór á milli þeirra þriggja.

https://www.youtube.com/watch?v=ZWvdr9GTRTo#t=151

 

 

SHARE