Bieber borinn öskrandi út af Coachella: Brjálaður út í Drake

Justin Bieber var kastað öfugum út af Coachella tónlistarhátíðinni nú á sunnudagskvöld – en ekki fyrr en Bieber hafði reynt að svindla sér baksviðs á Drake tónleikana undir því yfirskyni að aðdáendaskarinn gæti stórslasað drengjasöngvarann, yrði hann að vera fyrir framan sviðið.

Sjá einnig: Madonna (56) fer í sleik við Drake (28) á sviði – Honum ekki til mikillar ánægju

J

Bieber var vísað út af Coachella á sunnudagskvöld í kjöfar átaka við lífverði Drake

Þessa staðhæfingu tóku öryggisverðir Drake óstinnt upp og báru Bieber öskrandi og spriklandi í burtu – en Bieber var meðal annars tekinn óþyrmilegu hálstaki af fílefldum lífverði hins síðarnefnda og stórsér á drengnum, sem hefur hótað lögsókn fyrir tilhæfulausar líkamsmeiðingar.

Sjá einnig: Finnst hún hafa verið svikin af Justin Bieber

justin-bieber-kicked-out-of-coachella-chokehold-security-gty-ftr (1)

Bieber kom í fylgd Kendall Jenner, sem gat ekki tekið augun af drengjasöngvaranum

Þetta kemur fram á slúðurvefnum TMZ en Bieber, ásamt fylgdarliði sínu, barði dyra baksviðs og reyndi að komast inn á harðlæst baksviðssvæði þar sem starfsfólk Drake hélt til meðan rapparinn tróð upp. Bieber var stöðvaður af öryggisvörðum sem sögðu drengnum að allt væri yfirfullt baksviðs og að hann mætti ekki koma inn fyrir undir neinum kringumstæðum. Bieber, sem var staðráðinn í að troða sér inn fyrir hliðið, sýndi þá öryggisvörðum eigin aðgangspassa og krafðist inngöngu.

Sjá einnig: Justin Bieber og Kendall Jenner í Vouge

2015 Coachella Valley Music And Arts Festival - Weekend 1 - Day 2

Þrálátar sögusagnir herma að Bieber og Kendall séu par

Sjónvarvottar segja að Bieber hafi því næst lent í hörkurifrildi við öryggisverðina – að hans eigin aðdáendur gætu ollið stórslysi, yrði hann að taka sér stöðu fyrir framan sviðið en allt kom fyrir ekki; öryggisverðir Drake harðneituðu að hleypa drengnum inn. Að sögn brjálaðist Bieber og sagði að Drake hefði persónulega lagt til að hann biði baksviðs meðan sá síðarnefndi lauk við atriði sitt, en að Bieber hefði beðið óþreyjufullur alla helgina eftir tónleikunum og hlakkaði ósegjanlega til að bera átrúnaðargoð sitt augum. Engar mótbárur dugðu til, Bieber öskraði á öryggisverði og allt fór í háaloft.

Sjá einnig: Justin Bieber gleymir textanum á sviði með Ariana Grande

justin-bieber-hat-bucker-coachella-lead

Sjálfur tróð Bieber upp og fékk skömm í hattinn fyrir undarlega sviðsframkomu 

Starfsmaður Coachella hátíðarinnar reyndi að smeygja Bieber inn um hliðið, greip undir hendi drengjasöngvarans og sagðist ætla að fylgja honum inn á listamannasvæðið. Það var þá sem öryggisvörður greip Bieber hálstaki aftan frá – dró hann út af svæðinu meðan smástúlknatryllirinn barðist við að ná andanum og í kjölfarið var honum skipað að yfirgefa tónlistarhátíðina og svæðið sem slíkt um leið.

Þessu harðneita talsmenn Bieber og segja hann hafa yfirgefið hátíðina sjálfviljugur en að gulldrengurinn sé engu að síður að íhuga lögsókn á hendur lífvarðateyminu vegna tilefnislausrar líkamsárásar. Hér má sjá myndband af vef TMZ af atburðarásinni:

SHARE