Logandi heitar ljósmyndir af fáklæddum Justin Beiber þar sem hann situr fyrir og auglýsir undirfatalínu Calvin Klein fara stórum á netinu – en fátt minnir á drenginn sem sönglaði Baby hér um árið og feimnislega brosti til smástúlkna. Sá ungi og vongóði drengur hefur nú vikið fyrir lögráða karlmanni sem býr yfir dýrslegum þokka og veit upp á hár hvað hann vill.
.
.
Bieber, sem er tvítugur að aldri, mun orðinn fullvaxta karlmaður og lekur af honum dýrslegur þokkinn í auglýsingaherferð Calvin Klein en honum til liðsinnis (og yndisauka) er ofurfyrirsætan Lara Stone, sem er rúmlega þrítug að aldri og nýbökuð móðir.
.
.
Justin er ber að ofan á ljósmyndunum og sést munda kjuðana við glæst trommusett – þar sem hann tekur sóló á settið og töfrar Löru upp úr skónnum á augabragði.
.
.
Því næst sést glitta í parið í óhömdum atlotum og kossaflens kemur við sögu. Lara mun ein af heitari ofurmódelum í bransanum í dag, en hún hefur meðal annars birst á síðum franska Vogue og hefur gengið pallana fyrir Chanel, MaxMara, Marc Jacobs og Balmain.
.
Lítill vafi leikur á því að Bieber er orðinn fullvaxta og spurningin því sú hvort meðalaldur aðdáenda muni rísa á næstu misserum …. þar sem drengurinn hefur kastað frá sér leikföngum unglingsáranna og er loks kominn í fullorðinna manna tölu.
Hér má sjá Justin Bieber og Lara Stone kynna undirfatalínuna:
Tengdar greinar:
Hver er konan sem var í bílnum með Justin Bieber? – Myndir
Justin Bieber fór heim með tveimur konum – Þær eru 32 ára og 24 ára
Selena grætur í nýju lagi: Beitt ofbeldi af Bieber?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.