Biggi lögga með skilaboð fyrir Menningarnótt

Biggi lögga er alltaf skemmtilegur. Hér kemur hann með smá orðsendingu til þeirra sem hafa hugsað sér að kíkja á Menningarnótt. Reglurnar eru einfaldar:

Menningarnæturboðorð Bigga löggu

1. Brosum eins mikið og við getum.
2. Tökum strætó. Það kostar ekkert og er miklu þægilegra. Án gríns.
3. Ef við komum á bíl skulum við leggja í bílastæði. Sá fyrsti sem ákveður að leggja upp á einhverjum grasbala er ekki gæddur neinum töfrum sem munu breyta grasbalanum í bílastæði fyrir alla hina. Leyfum honum bara að fá sína sekt í friði og finnum alvöru bílastæði.
4. Ekki pirrast út af lokununum. Þær eru fyrir okkur. Ef þær væru ekki, þá fyrst færi allt í rugl. Lokanirnar eru líka risastórt öryggisatriði. Það er frábært. Húrra fyrir lokunum!
5. Syngjum við hvert tækifæri.
6. Menningarnótt er fjölskylduskemmtun af dýrari gerðinni. Notum tækifærið og komum saman í miðbæinn, verum saman allan tímann og förum saman. Syngjandi í strætó.
7. Ekki vera þessi fulli sem fjölskyldurnar taka stóran sveig framhjá. Það er ekki töff.
8. Ekki pirrast út í þá sem eru að vinna við lokanirnar. Þeir eru bara að vinna vinnuna sína. Heilsum þeim frekar og gefum þeim „high five“. Þeir væru pottþétt alveg til í að vera á röltinu með sinni fjölskyldu.
9. Búum til góðar minninga fyrir okkur sjálf og jákvæðar fréttir af menningarnóttinni.
10. Skemmtum okkur ótrúlega vel.

Góða menningarnótt 

Menningarnæturboðorð Bigga löggu1. Brosum eins mikið og við getum.2. Tökum strætó. Það kostar ekkert og er miklu þæ…

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 22. ágúst 2014

SHARE