Bill Cosby neitar að tjá sig ásakanir um kynferðilega misnotkun

Í gegnum ævi Bill Cosby hafa þónokkrar konur stigið fram og sakað hann um að hafa misnotað þær kynferðislega.

Þann 6. nóvember fóru Bill og konan hans í viðtal hjá fréttamanni Associated Press þar sem Bill var að kynna sýningu í The National Museum of African Art.

Fréttamaður Associated Press bar þar upp spurningu um meint kynferðisbrot Bill í viðtalinu sem vöktu litlu lukku hjá þeim síðarnefnda. Viðtalið átti fyrst og fremst að fjalla um þá listmuni sem Bill og konan hans lánuðu safninu til að hafa á sýningunni en Bill neitaði að svara spurningum fréttamannsins um ásakanirnar.

Þegar viðtalið var búið héldu myndavélarnar áfram að rúlla án þess Bill gerði sér grein fyrir því. Bill bað fréttamanninn um að eyða myndbrotinu þar sem hann spurði út í ásakarnirnar en Bill hafði haldið að fréttastofan gæti séð sóma sinn í því að sleppa því að spurja hann út í þetta viðkvæma málefni.

Viðtalið var fyrst birt án hlutans þar sem Bill er spurður út í ásakanirnar um kynferðislegu misnotkunina en eftir að tvær konur hafa komið fram eftir þetta viðtal og sakað hann um að hafa misnotað þær ákvað fréttastofan að birta þann hluta sem Bill er spurður út í málið.

Ferill Bill hefur fengið að finna fyrir þessum ásökunum en Netflix, TV Land og NBC hafa öll slitið samvinnu við hann. Fjölmiðlafulltrúar Bill hafa þó gefið það út að hann muni halda áfram með uppistönd sín víða um Bandaríkin og Kanada út maí árið 2015.

SHARE