Billy Bob Thorton – Aldrei nógu góður fyrir Angelina

Billy Bob Thorton segir að honum hafði aldrei liðið eins og hann væri nógu góður fyrir Angelina Jolie. Honum fannst hann aldrei vera nóg fyrir hana í annars ástríðufullu og stuttu hjónabandi þeirra.

Sjá einnig: Angelina Jolie búin að hitta giftan mann í 6 mánuði

Ágreiningur þeirra endaði ekki þar, en Billy var miklu meira fyrir að vera heimavið, en Angelina vildi ferðast um heiminn í mannúðarstöfum sínum. Honum þótti afar erfitt að þurfa að mæta í öll þessi fínu boð sem Angelina vildi mæta í, því hann átti í erfiðleikum með að vita hvaða gaffal hann átti að nota. Fyrir utan það, þykir honum afar óþægilegt að vera í kringum ríkt og mikilvægt fólk.

Billy og Angelina giftu sig árið 2000, en skildu þremur árum seinna. Þrátt fyrir skilnaðinn hafa þau haldið áfram að vera vinir og spjalla stundum saman.

3A3E502000000578-3924676-image-m-78_1478805069776

 

SHARE