Birti mynd af sjálfri sér á netinu og fékk ótrúleg viðbrögð

Rachel Hollis hefur náð langt í lífinu en hún heldur úti vefsíðunni The Chic Site og hún hefur einnig gefið út bók.

Þessi þriggja barna móðir varð internet stjarna eftir að hún setti mynd af sér á netið en myndin hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Myndin er af Rachel á bikiní en maginn á henni er slappur og slitinn eftir að hafa gengið með þrjú börn.

Hún skrifaði eftirfarandi á Facebook:

Ég er með slitför og ég er í bikiní. Ég er með maga sem er slappur til frambúðar eftir að hafa gengið með þrjú risastór börn og ég geng í bikiní. Naflinn minn er slappur… (sem er eitthvað sem ég vissi ekki áður að væri einu sinni hægt!!) og ég geng í bikiní. Ég geng í bikiní af því að ég er stolt af þessum líkama og öllum ummerkjunum á honum. Þessi ummerki sanna að ég var nógu blessuð til þess að fá að ganga með eigin börn og þessi slappi magi sínir að ég reyndi að losa mig öll þau kíló sem ég gat. Ég geng í bikiní af því að skoðun eina mannsins sem skiptir máli veit hvað ég gekk í gegnum sem lét mig líta svona út. Þessi sami maður segir að hann hafi aldrei séð neitt kynþokkafyllra en líkaman minn með slitum og öllu. Þetta eru ekki ör konur, þetta eru einkennsirenndur og þið hafið unnið fyrir þeim. Sýnið líkama ykkar með stolti!

Rachel hefur fengið afar góð viðbrögð eftir að hún deildi þessum viskuorðum á netinu. Margir hafa skrifað til hennar en í viðtali sagði hún að henni þætti æðislegt að heyra af einhverjum sem ætlaði að klæðast bikiní aftur eftir 20 ár af því að það sá myndina af henni.

bikini-435

Sjá einnig: „Venjuleg Barbie“ með slitför, bólur og appelsínuhúð á markað

SHARE