Birti nektarmynd af sér á Instagram

Hin 39 ára gamla Tara Reid fagnaði nýja árinu með fremur óhefðbundinni leið en hún tók sig til og birti nektarmynd af sér á Instagram síðunni sinni með undirskriftinni, Happy New Year. Myndina birti hún á sjálfan gamlársdag en Tara tók á móti árinu 2015 í Mexíkó þar sem hún naut þess að vera í fríi með kærastanum sínum.

Tara Reid hefur mikið verið á síðum slúðurtímaritanna síðustu misseri vegna holdarfars hennar en margir hafa áhyggjur af því hversu grönn leikkonan er orðin. Tara hefur verið ötul að svara ásökunum um holdarfar sitt en sjálf vill hún meina að hún hafi þyngst um jólin.

Nýjustu ásakanirnar eru þær að Tara breyti myndunum sem hún setur inn á Instagram með því að grenna sig enn meira.

Leikkonan segist eiga í heilbrigðu sambandi við mat en hefur þó viðurkennt að hafa farið í brjóstastækkun og fitusog í von um að fá stæltari maga. Lýtaaðgerðirnar gengu hins vegar ekki að óskum og hefur Tara þurft að leggjast aftur hnífinn til að láta lagfæra á sér brjóstin.

Í viðtali við Us Weekly árið 2006 viðurkenndi hún að hún myndi aldrei verða fullkomin aftur en að hún væri búin að endurheimta sjálfstraustið.

Screen Shot 2015-01-06 at 01.24.01

 

rs_600x600-150105052214-600.Tara-Reid-Bikini-JR-1515

rs_600x600-150105052213-600.Tara-Reid-Bikini-JR1-1515

rs_600x600-150105052210-600.Tara-Reid-Bikini-JR2-1515

 

Tengdar greinar:

Tara Reid heldur áfram að grennast

Tara Reid ekki í góðum málum – datt fyrir framan skemmtistað

8. nóvember – Afmælisbörn dagsins

SHARE