Bjargaðu skjaldbökum með maskaranum þínum!

Sweed Beauty er sænskt merki hannað af förðunarfræðingnum Gabriellu Elio. Merkið er í fagur bláum umbúðum og nafnið kemur af Sweden og Sweet (sætt). Það sem einkennir merkið eru einstöku gæði þess og að það sé án allra skaðlegra aukaefni.

Sweed er þekktast fyrir augnháraserumið þeirra sem er eitt af fáu á markaðnum í dag sem er án hormónabreytandi efna (prostaglandin) og hentar því vel fyrir konur óléttunni eða þær sem eru með barn á brjósti.
En merkið er einnig þekkt fyrir maskarana sína. Þeir eru með einstakri formúlu sem hvorki molnar né smitar út frá sér. Merkið hefur einnig hlotið mikið lof fyrir að gefa hluta af ágóðanum fyrir hvern seldan maskara til Billion Baby Turtles prógramsins sem vinnur í því að hjálpa sæskjaldbökum að gera sér hreiður, hjálpa til þegar þær klekjast úr eggjunum og passa upp á ólöglega veiði á þeim.

SHARE