Bjartsýni getur bætt heilsu þína til muna

Rannsóknir hafa sýnt fram á að hægt er að rekja tengslin á milli tíðni hjartasjúkdóma eftir því hvort þú ert jákvæður einstaklingur og neikvæður einstaklingur.

Sjá einnig: Tíu leiðir til að auka jákvæða orku á heimilinu

o-WOMAN-PEACE-facebook

Fjölmargar kannanir og rannsóknir hafa verið gerðar í þessum efnum og í einni könnun kom í ljós að fólk sem er jákvætt í til dæmis vinnu sinni, á heimili og í kynlífinu eiga á minni hættu á því að þjást af hjartasjúkdómum. Rannsókn í Bandaríkjunum leiddi í ljós að bjartsýnir eiga á minni hættu á því að fá sjúkdóma og heilablóðfall. Önnur rannsókn sem stóð yfir í 11 ár leiddi í ljós að fólk sem var bjartsýnt var með betra hjarta- og æðakerfi og átti því meiri möguleika á því að lifa bæði lengra og betra lífi, en þau sem sýndu neikvæðni.

Sjá einnig: Græn svæði við íbúabyggð hafa mjög jákvæð áhrif á þunglyndi og kvíða

Jákvætt fólk er 76% meira líklegra til að lifa heilsusamlegu lífi. Blóðþrýstingur, magn kólestróls, mataræði, BMI stuðull, úrvinnsla blóðsykurs, og hreyfing var í betri stað hjá bjartsýnum, ásamt því að minna var um reykingar, hjá því fólki sem er jákvætt.

Sjá einnig: Áhrif neikvæðrar orku á líf þitt og hvernig hún er hreinsuð

Niðurstaðan er sú að þeir einstaklingar sem eru jákvæðir eiga á tvöfalt minni hættu á því að fá fá hjarta- og æðasjúkdóma, en þeir sem eru neikvæðir og þar með lífa þau almennt lengur í neikvæðir.

SHARE