Bjóddu elskunni á Tapasbarinn – Glæsilegur Deluxe matseðill

mynd 1 wagyjuWagyu nautafillet með grilluðum Portobello sveppum og aji-panca sósu.

Það allra besta! Lífrænt ræktað nautakjöt af tegundinni Wagyu sem er
japanskt nautgripakyn og meðhöndlun dýranna ber Kobe hefðina með stolti.
Wagyu nautakjötið sem er á Tapasbarnum er ræktað í  Bandaríkjunum og er
framleitt með hæstu og ströngustu gæðastöðlum.

mynd 2      sverðfiskSverðfiskur, nýveiddur, grillaður með Romesco sósu, capers, kalamata
ólívum og pönnusteiktu smælki

Sverðfiskur verður að meðaltali 3 metrar að lengd en getur orðið allt að 5
metrar. Hann er veiddur í Miðjarðarhafinu og kemur ferskur til okkar með
beinu flugi frá Frakklandi.

mynd 3 villisvinVillisvína fillet með hvítlauks kartöflumús, butternut squash, piquillo
papriku og chorizo sósu.

Villisvínið á Tapas kemur frá lítillri eyju í Danmörku, fyrir utan
Vordingborg, algerlega afgirtri og óspilltri þar sem þau ganga um frjáls
og enginn utanaðkomandi fær aðgang. Þökk sé þessum ströngu reglum er þetta
eina villisvínakjötið sem leyfilegt er að flytja til landsins og gerir
okkur kleyft að færa það á diskinn þinn.
mynd 4      hörpuskel skokko
Risahörpuskel með „brenndu“  blómkálsmauki og  súkkulaði balsamik sósu.

Risahörpuskel er einn af vinsælustu forréttum í heiminum í dag. Hana má
sjá á matseðlum bestu veitingastaða  New York og London

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here