8 atriði sem fólk með hreingerningaráráttu skilur bara

Þó að allt virðist vera með felldu og allir hlutir á réttum stað þá er hausinn á fólki með hreingerningaráráttu á fullri ferð.

1. Þú reynir að sannfæra fjölskylduna um að þrif séu skemmtileg

„Jú sjáðu til, spilum tónlist og dönsum með moppuna. Tilvalin leið til að eyða laugardagsmorgnum!“

2. Þú slefar yfir verkaskiptingu á heimilinu

„Skiptum þessu á milli. Höfum jafnvel umbunarkerfi! Krakkarnir munu elska þetta!“

3. Þú sankar að þér hreinsiefnum

„Ég á hreinsiefni fyrir baðherbergi, eldhús, glugga, spegla og gólf. Ég þarf samt að eignast efni til að þrífa örbylgjuofninn.“

4. Þú íhugar skilnað af minnsta tilefni

„Ég SVER að ef hann skilur gallabuxurnar sínar eftir á gólfinu inni á baði, einu sinni enn, þá er ég hætt þessum skrípaleik.“

5. Þú hlakkar til að þvo þvott

„Ætli það sé góð lykt af nýja mýkingarefninu mínu?“

6. Úff …. mylsnur

„Ég sé þær, ég sé þær…. en það er ókurteisi að teygja mig yfir borðið og taka þær. Guð minn góður!! Hún sópaði þeim niður á gólf!!!“

7. Þú reynir að láta eins og þú sért afslöppuð/afslappaður

„Slakaðu á, þetta er matarboð. Þetta er matarboð… þetta er gaman og slakaðððuuu á. En andsk**** hafi það, sjá þessi svín ekki hvernig þau er að ata allt út hérna?“

8. Það eru engar málamiðlanir

„Nei ég ætla ekki að slaka á, réttu mér moppuna. Það er auðveldara en að vera að tuða þetta við ykkur Neanderthals-mennina“

SHARE