Blac Chyna ætlar í fjölda lýtaaðgerða eftir fæðingu barnsins

Blac Chyna er ekki enn búin að eiga en hún er strax farin að plana hvaða aðgerðir hún ætlar í eftir fæðinguna.

Heimildarmaður RadarOnline sagði: „Hún er búin að áætla þetta allt, hvaða lækna hún ætlar að fara til, hvaða hluta líkamans hún ætlar að breyta og hversu margar aðgerðir hún ætlar í. Hún ætlar að fara í „laser“ aðgerðir til að taka slitin, fitusog og fara í fitufrystingu allsstaðar sem þess er þörf.“

Sjá einnig: Blac Chyna ætlar að borða fylgjuna

Þetta er ekki það eina sem Blac ætlar að gera því hún ætlar í svuntuaðgerð og að fara í lýtaaðgerð á kynfærum sínum. Ef Blac fer í keisaraskurð verða jafnvel enn fleiri aðgerðir sem hún fer í.

Þegar Blac sagði frá öllum þessum aðgerðum fékk Rob Kardashian, unnusti hennar áfall, yfir kostnaðinum sem mun fylgja þeim. „Hún sagði Rob að hún þyrfti allavega um 40 milljónir til að fara í allar aðgerðirnar sem hún vill fara í en þeim hefur líka verið sagt að þau muni fá mikla peninga út á nýja raunveruleikaþáttinn þeirra,“ segir heimildarmaðurinn.

 

 

 

 

 

SHARE