Blac Chyna lætur breyta sér í Kim

Blac Chyna, öðru nafni Angela Reneé White (28), leyfði aðdáendum að fylgjast með því þegar hún fór í allsherjar yfirhalningu um daginn. Hún fékk sér sítt dökkt hár og lét farða sig í tilefni þess að hún og unnusti hennar Rob Kardashian eru í þann mund að fara að byrja tökur á raunveruleikaþætti þeirra.

Sjá einnig: Óvíst með framhaldið hjá Rob & Blac

Rob og Blac ætla að hleypa tökuliði inn á heimili sitt og leyfa þeim að fylgjast með þeim, lífi þeirra og undirbúningi komu fyrsta barns þeirra saman. Blac á þó fyrir son með núverandi kærasta litlu systir Rob, betur þekkt sem Kylie Jenner, en þetta mun vera þeirra fyrsta barn saman.

Athyglisvert þótti þó hversu mikið Blac líktist verðandi mágkonu sinni Kim Kardashian í útliti. Síðir brúnir lokkar, förðun og gerviaugnhár bentu til þess að fyrirmyndin hafi verið engin önnur en Kim.

Bæði Rob og Blac hafa gefið til kynna að þau munu ganga í það heilaga, en Blac segir að það verði ekki fyrr en á næsta ári, þar sem hana langar til að ná líkama sínum aftur í sama formið áður en hún gengur niður altarið. Rob hefur einnig látið það eftir sér að það standi til að birta brúðkaupið í raunveruleikaþætti þeirra.

Sjá einnig: Blac Chyna á von á dreng

37942F1100000578-3758377-Is_that_you_Kim_Blac_Chyna_showed_off_her_Kardashian_makeover_on-m-45_1472138313159

Screen Shot 2016-08-25 at 22.18.25

SHARE