Blac Chyna má ekki vera Kardashian

Blac Chyna (28) á barn með Rob Kardashian en svo virðist sem henni sé ekki velkomið að nota eftirnafn hans. Blac vildi búa sér til vörumerkið Angela Renee Kardashian til að nota á samfélagsmiðlum og í skemmtanabransanum en Kim, Kourtney og Khloe Kardashian ætla EKKI að gefa grænt ljós á það.

Slúðursíðan TMZ  hefur í höndunum gögn frá lögfræðingi þar sem segir að systurnar hafi sett sig upp á móti því að Blac myndi nota nafnið. Í gögnunum segir að systurnar segi að  „það muni skaða orðspor þeirra varanlega“ ef hún tæki upp Kardashian eftirnafnið.

Það var mikil spenna í fjölskyldunni þegar Blac kom fyrst inn í fjölskylduna en hlutirnir voru þó farnir að róast, en það er spurning hvaða áhrif þetta mál mun hafa á samskiptin.

Rob og Blac ætla sér að ganga í hjónaband og að öllum líkindum verður brúðkaupið tekið upp og sýnt í sjónvarpi. Þessa dagana eru þau hinsvegar að njóta þess að eyða tíma með dóttur sinni, Dream.

 

 

SHARE