Blac Chyna og Rob Kardashian eru ekki hætt saman

Í gær virtist sem allt væri búið á milli fyrirsætunnar Blac Chyna og raunveruleikastjörnunnar Rob Kardashian en samband þeirra hefur valdið talsverðu fjaðrafoki að undanförnu. Khloe henti Rob út af heimili sínu þegar sambandið var gert opinbert og hafa hinar Kardashian-systurnar ekkert legið á skoðunum sínum þegar kemur að Blac, en hún er barnsmóðir Tyga sem er kærasti Kylie Jenner.

Sjá einnig: Rob keyrði í 19 tíma til að sækja Blac Chyna

Blac lét þessa mynd flakka á Instagram og voru slúðurmiðlar ekki lengi að ákveða að parið væri hætt saman:

Screen-Shot-2016-03-06-at-2-768x495

Í sömu andrá henti Rob öllum sínum myndum út af Instagram – en hann hafði verið duglegur við að birta myndir af þeim saman. Eins hætti hann að fylgja öllum.

FullSizeRender-1-706x1024

 

Fréttir af sambandsslitum þeirra fóru víða í gær en svo virðist sem ekkert sé til í þeim orðrómi. Rob birti eftirfarandi mynd og texta á Instagram nú í morgun:

SHARE