Blac Chyna verður að hætta að drekka Red Bull

Blac Chyna lét sjá sig á nektardansstað í Bronx á dögunum og hún hafði ákveðnar kröfur um það hvað ætti að vera á hótelherberginu hennar það kvöldið. Hún vildi fá 3 dósir af orkudrykknum Red Bull, 1 glas af verkjalyfjunum Tylenol, pakka af Big Red tyggigúmmí og flösku af Moet Nectar Rose.

Læknirinn David Ghozland sagði í samtali við HollywoodLife: „NEI, NEI, NEI! Það er alltof mikið af gerviefnum í Red Bull og alltof mikið koffein. Það er ekki gott fyrir heilsu móðurinnar og slæmt fyrir barnið líka.“

Sjá einnig: Vilja að Blac Chyna sanni að Rob sé faðir barnsins

Annar læknir sem HollywoodLife talaði við var sammála David og sagði: „NEI! Það er ekki í lagi að drekka orkudrykki á meðgöngu.“

„Amerísk samtök um meðgöngur segir að koffein – sem er eitt aðalinnihaldsefni orkudrykkja – fer í gegnum fylgjuna til barnsins sem getur ekki unnið úr þessum efnum. Það hefur því áhrif á svefnmynstur barnsins. Getið þið líka ímyndað ykkur hvaða áhrif þessi sykur og örvandi efni hafa á þessi pínulitlu og óþroskuðu hjörtu?! Orkudrykkir geta valdið vandamálum í hjörtum fullorðinna einstaklinga svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta gerir fóstri,“ segir þessi læknir.

 

SHARE