Bleika boðið er í kvöld!

Á hverju ári deyja 52 Íslendingar úr ristilkrabbameini. Það má koma í veg fyrir það. Hjálpaðu okkur að hefja reglulega leit að ristilkrabbameini.

 

Bleika slaufan, fjáröflunar- og árveknisátak Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega í dag fimmtudaginn 1. október 2015. Í gær miðvikudag afhenti frú Vigdís Finnbogadóttir fyrstu fjórar slaufurnar, en það gerði hún í húsi Krabbameinsfélagsins klukkan 15:00.

Sjá einnig: Vakin athygli á krabbameini í kvenlíffærum

Bleika slaufan er að þessu sinni hönnuð af Erling Jóhannessyni gullsmið. Hún táknar lítið samfélag, sem stendur með þér og heldur í hönd þína þegar á bjátar. Slaufan kostar 2.000 krónur.

 

Í kvöld, 1. október verður svo Bleika boðið haldið í Hafnarhúsinu Listasafni Íslands, Tryggvagötu 17. Kvöldið byrjar klukkan 19:45 með blysför við höfnina á bakvið Hafnarhúsið þar sem 52 einstaklingar kveikja á bleikum blysum. Eftir blysförina munu margir skemmtikraftar stíga á stokk inni í Hafnarhúsinu og þar á meðal eru Páll Óskar, Amabadama og Sirkus Íslands.

 

Krabbameinsfélagið hefur sett sér það markmið að selja 40 þúsund slaufur fram til 14. október þegar slaufusölunni lýkur. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

 

Bleika slaufan er seld á fjölda sölustaða án nokkurrar álagningar. Söluandvirðið rennur því óskipt til söfnunar Krabbameinsfélags Íslands. Sölustaði Bleiku slaufunnar má finna á www.bleikaslaufan.is

 

 

 

SHARE