Bleika Brettagengið: Súpersvalar hjólabrettastelpur rúlla upp rampinum

Áður en þú segir að stelpur ættu ekki að renna sér á hjólabrettum, skaltu líta til stelpnatríósins The PINK HELMET POSSE, sem samanstendur af þremur smástúlkum í Kaliforníu. Ekki bara eru þær vinkonurnar öflugar á hjólabrettinu – heldur eru þær alveg staðráðnar í að koma jafnöldrum sínum um allan heim upp á bragðið líka.

Það er alls staðar hægt að finna hjólabretti en sum þeirra virka ekkert sérstaklega vel, koma í röngum stærðum og eru yfirleitt ekki aðlaðandi í augum lítilla stúlkna.

11235940_1390594451269560_437010245_n

Bleika Brettagengið samanstendur af þeim Relz, sem er átta ára gömul æfir JuJuitsu af krafti, Bellatreas, sem er líka átta ára og er ástríðufullur brimbrettaiðkandi og svo Ryann, sem er litla stelpan í hópnum og bara sex ára gömul, en hún elskar af öllu hjarta að tilheyra stelpnagenginu og segir það best í heimi.

Ég fæ að renna mér á hjólabretti með öðrum stelpum sem elska hjólabretti jafn mikið og ég.

11191331_1688681694692800_1459399914_n

Hver er tilgangur og markmið Bleika Brettagengisins? Jú, að auðvelda litlum stelpum aðgengi að hjólabrettum í hentugri stærð. Á vefsíðu þeirra birta þær einföld kennslumyndbönd, ljósmyndir af brettaiðkun stelpna og hvatningarorð til annarra stelpna um allan heim – sem miða að því að hvetja þær til íþrótta … og brettaiðkunnar.

11056007_356125334576264_666134824_n

Smástelpubrettin má finna gegnum vefverslun Bleika Brettagengisins og krúttlega bleika hjólabrettahjálma líka, sem eru sniðnir að skólastúlkum sem elska hjólabretti. Sú gamla lumma sem segir að stelpur kunni ekki á hjólabretti er því úr sér tengin tugga sem á ekki við nein rök að styðjast í veruleikanum.

Svona rúlla stelpur!

914790_961297420571517_317126585_n

 

Frekari upplýsingar má finna hér: PINK HELMET POSSE

SHARE