Blekkti alla að hann væri Óskarsverðlaunahafi með stórkostlegum árangri

Mark David Christenson, óþekktur leikari sem búsettur er í Los Angeles, setti á svið sinn eigin leikþátt á dögunum. Mark klæddi sig í smóking, varð sér úti um afar raunverulega eftirmynd af Óskarsverðlaunastyttu og smellti sér í bæinn.

Náði Mark að blekkja svo gott sem alla sem urðu á vegi hans. Skyndilega fór hann að fá allt gefins, kvenmenn nánast köstuðu sér í fangið á honum og fékk hann eiginlega sannkallaða stjörnumeðferð hvar sem hann kom.

Sjón er sögu ríkari í þessu tilviki:

Tengdar greinar:

Ótrúlega skemmtilegar myndir frá Óskarsverðlaunahátíðinni

Óskarsverðlaunin 2015: Sjáðu kjólana!

Versta hárið á Óskarsverðlaununum – Myndir

SHARE