Blessað þakklætið

HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM GET ÉG VERIÐ ÞAKKLÁT/UR FYRIR?
Fyrir ekki mörgum árum fannst mér þetta eilífa tal um þakklæti frekar hallærislegt, eða öllu heldur held ég að mér hafi fundist það frekar væmið.
EN af því að ég þurfti virkilega að skoða mig og bæta svo margt í mínu lífi þá ákvað ég að iðka það að þakka fyrir mig alla daga. Þakka fyrir það sem ég upplifi á hverjum degi og það er misjafnt, bæði erfitt og gott í senn. Allskonar áskoranir sem manni finnst misgóðar. Og merkilegt nokk þá varð ég svolítið háð því, vegna þess að þá finn ég hvað mér þykir mikið vænna um dagana mína.

Ég fór að skoða það sem er í gangi alla daga á allt annan hátt en áður og verð auðmýkri en ég var, og sé sem betur fer að það sem ég er að fara í gegnum er að þjóna einhverjum tilgangi.
Það að geta fundið þakklæti fyrir erfið verkefni í lífinu er áskorun, en það er hægt, og gerir allt bærilegra og oft skiljanlegra þegar lengra er liðið hjá.


Það að vera í flókinni stöðu með barnið sitt sem er í erfiðleikum sem dæmi..hvernig get ég verið þakklát fyrir það? Er það ekki lífsins ómögulegt? Nei því með þeirri reynslu sem þú ert að fara i gegnum öðlast þú skilning sem er ekki á allra færi…og þú getur einnig miðlað af reynslu þinni sem verður þér dýrmætt þegar aðrir leita til þín. Ég hvet þig til að skoða það sem þú ert að fást við. Hvernig getur þú mögulega séð þakklæti í aðstæðum þínum þessa stundina ?

Sendu mér endilega nokkur orð í kommenti eða í skilaboðum ef ég get hjálpað þér að upplifa/finna fyrir þakklæti í þínum aðstæðum.

SHARE