Blind geit með kvíða elskar að vera í andarbúningi

Þetta er geitin Polly. Hún er blind og þjáist af kvíða, en eigandi hennar fékk hana úr dýraathvarfi. Eigandi hennar brá á það ráð að kaupa á hana grímubúning úr barnadeildinni og viti menn! Geitin hefur aldrei verið hamingjusamari.

Leanne Lauricella sagði að áður fyrr hafði geitin hlaupið út um allt grátandi ef hún var ekki að finna eiganda sinn og hafði sýnt merki mikils kvíða. Hún hafði reynt að finna sér horn á heimilinu til þess að fara í og byrjað að sjúga veggina. Allir veggir hússins bera þess merki að geitin hafi fundið sér þar griðarstað, en þökk sér búningsins, nær hún að slaka almennilega á og njóta lífsins. Leanne segir að ekki beri á öðru en að geitin fari í trans þegar hún er komin í búninginn. Hún lokar bara augunum og dettur alveg út.

Sjá einnig: Geit hangir á hornunum á rafmagnslínu

 

rescue-goat-duck-costume-goats-of-anarchy-polly-leanne-lauricella-3

rescue-goat-duck-costume-goats-of-anarchy-polly-leanne-lauricella-9

rescue-goat-duck-costume-goats-of-anarchy-polly-leanne-lauricella-13

rescue-goat-duck-costume-goats-of-anarchy-polly-leanne-lauricella-14

rescue-goat-duck-costume-goats-of-anarchy-polly-leanne-lauricella-16

rescue-goat-duck-costume-goats-of-anarchy-polly-leanne-lauricella-17

Heimildir: Bored Panda

SHARE